Yfirlýsing frá Flugfreyjufélagi Íslands

Höfundur

Ritstjórn

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair í þeim árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Þrátt fyrir ríkan samningsvilja FFÍ og ítrekuð móttilboð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga.

Icelandair lagði mánudaginn 18. maí enn á ný fram tilboð sem er keimlíkt því sem áður hefur verið hafnað með skýrri afstöðu félagsmanna FFÍ. Samninganefnd FFÍ lagði fram móttilboð í dag, 20. maí og gerir sér fulla grein fyrir alvarleika stöðunnar sem nú er uppi.

Á undanförnum vikum hefur samninganefnd FFÍ ítrekað lagt fram tilboð til að koma til móts við fyrirtækið af fullri einlægni og með eindreginn samningsvilja. Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni.

Niðurstaða við samningaborð í kjaradeilu næst ekki með afarkostum frá öðrum aðilanum, heldur í samtali á jafnræðisgrundvelli. FFÍ neitar að láta hræðsluáróður forsvarsmanna Icelandair beygja félagsmenn í duftið. FFÍ hefur ríkan stuðning norrænu- og evrópsku flutningamannasamtakanna og íslenska verkalýðshreyfingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launafólk á Íslandi.

FFÍ ítrekar enn á ný samningsvilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá viðsemjendum, sem því miður fara fram með einhliða yfirlýsingar og minni samningsvilja en gefið er í skyn á opinberum vettvangi.
SAMSTAÐA – SAMSTAÐA – SAMSTAÐA

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025