Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Yfirlýsing frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga

Í kjaradeilu SGS og sveitarfélaganna sem staðið hefur undanfarna mánuði var meðal annars deilt um innágreiðslu til starfsmanna vegna þess hversu samningar hafa dregist á langinn.

Samninganefnd sveitarfélaganna vildi ekki greiða félagsmönnum í félögum innan SGS þá innágreiðslu eins og öðrum starfsmönnum sveitarfélaganna vegna deilna um lífeyrissjóðsmál og fleiri atriði. Samninganefnd sveitarfélaganna sendi sveitarfélögunum afar þóttafull og afdráttarlaus tilmæli um að innágreiðslan yrði ekki greidd. Þrjú sveitarfélög í landinu stóðu á sjálfsákvörðunarrétti sínum og greiddu félagsmönnum SGS sömu innágreiðslu og öðrum starfsmönnum.

Þeim sveitarfélögum hefur nú verið refsað með því að vísa þeim úr samráði sveitarfélaganna í kjaraviðræðum sem er fáheyrð aðgerð, sérstaklega i því ljósi að samninganefndin samþykkti stuttu síðar að greiða margumrædda innágreiðslu. Tvö af þeim sveitarfélögum sem um ræðir eru á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem samþykkti af þessu tilefni meðfylgjandi yfirlýsingu á fundi sínum í gær.

Author

Tengdar fréttir