Yfirlýsing um stuðning við verkfallsaðgerðir Eflingar

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags. Aðgerðirnar tengjast kjaradeilu félagsins vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsfólks hjá Reykjavíkurborg, sem rann út 31. mars 2019. Viðræður aðila hafa engum árangri skilað.

Kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta lægstu launin, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð!

Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna og annað launafólk til að virða aðgerðir Eflingar og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025