10% ríkustu fjölskyldurnar eiga 58%

Höfundur

Ritstjórn

Eigið fé eignamesta tíundahluti fjölskyldna hér á landi nam um 2.728 milljörðum króna á árinu 2018 sem jafngildir tæplega 58% af öllu eiginfé heimila í landinu samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um skulda og eignastöðu heimila. Á sama tíma nam eigið fé 1-8 tíundar samtals um 948 milljörðum króna.

Heildareignir heimilanna námu í árslok 2018 6.855 milljörðum króna sem er aukning um 13% frá fyrra ári. Til heildareigna teljast fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Hlutdeild fasteigna í heildareignum nemur ríflega 75%. Á sama tíma námu heildarskuldir heimilanna 2.111 milljörðum sem er aukning um 7,6% frá árslokum 2017.

Eigið fé heimilanna, sem er mismunur á heildareignum og skuldum, nam þannig samtals 4.744 milljörðum króna í lok árs 2018 og jókst um 15,6% frá fyrra ári.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025