24. júní er baráttudagur gegn loftslagsbreytingum

Höfundur

Ritstjórn

Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hvetur til vitundarvakningar um mikilvægi kolefnisjöfnunar í tilefni af baráttudegi gegn loftslagsbreytingum 24. júní

Loftlagsbreytingar af mannavöldum er ein stærsta áskorun samtímans og hefur þegar haft víðtæk áhrif á efnahags- og atvinnulíf, lífskjör og afkomu almennings um allan heim. Ísland hefur skuldbundið sig að draga úr í losun gróðurhúsalofttegunda til að draga úr hnattrænni hlýnun. Ísland þarf að uppfylla þær alþjóðaskuldbindingar sem óhjákvæmilega munu hafa áhrif á vinnumarkaðinn. Skuldbindingarnar verða ekki uppfylltar án kostnaðar en að sama skapi er fórnarkostnaður aðgerðarleysis langtum meiri.

Hugmyndafræði réttlátra umskipta gerir ráð fyrir því að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar séu leiðandi í að móta breytingar á samfélaginu með það að markmiði að tryggja víðtæka samstöðu um leiðir til að mæta áskorunum 21. aldarinnar. Í því felst meðal annars að greina áhrif aðgerða á mismunandi samfélagshópa og tryggja að þær komi ekki sérstaklega niður á ákveðnum hópum og verði ekki til þess að auka á ójöfnuð. Í þeim tilfellum þar sem hætta er á að ákveðnir hópar verða illa úti vegna breytinga sé gripið til mótvægisaðgerða.

Til að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar í loftslagsmálum verður að leggja aukna áherslu á sjálfbærni þar sem auðlindir landsins eru í forgrunni. Okkur ber skylda til að byggja upp sjálfbært samfélag þar sem velferð okkar í dag rýrir ekki velferð komandi kynslóða né kjör annarra þjóða.

Sterk verkalýðshreyfing er forsenda réttlátra umskipta.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025