ASÍ-UNG hélt árlegt þing, þann 22. september síðastliðinn, í húsi fagfélaganna. Yfirskrift þingsins var „Stefna ASÍ-UNG“ en í aðdraganda þess hafði stjórn lagt til stefnuskjal. Stefnuskjalið var unnið upp úr fjölmörgum tillögum og líflegum umræðum sem mynduðust á vel heppnuðum fræðslu- og tengsladögum í mars þessa árs. Stefnuskjal stjórnar var lagt til umræðu á þinginu og síðar til afgreiðslu. Þá var einnig kosið í stjórn, en fimm sæti stjórnar voru til kosningar, ásamt sætum þriggja varamanna.
Afrakstur þingsins er fullbúið og samþykkt stefnuskjal sem stjórn ASÍ-UNG mun vinna eftir og verður birt á vef ASÍ.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í aðalstjórn:
- Ásdís Helga Jóhannsdóttir frá Afli
- Ástþór Jón Ragnheiðarson frá VLFS
- Birgitta Ragnarsdóttir frá VR
- Elsa Hrönn Gray Auðunsdóttir frá Einingu-Iðju
- Þorvarður Bergmann Kjartansson frá VR
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í varastjórn:
- Jennifer Schröder frá VR
- Inga Fanney Rúnarsdóttir frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur
- Elín Ósk Sigurðardóttir frá Verkalýðsfélagi Vesturlands
Í kjölfar þings skipti stjórn með sér verkum og kaus stjórn Ástþór Jón Ragnheiðarson sem formann og Ásdísi Helgu Jóhannsdóttir sem varaformann.
ASÍ-UNG þakkar öllum þingfulltrúum og starfsfólki fyrir þingið og hlakkar til komandi verkefna.