Þjóðin telur húsnæðislánin ósanngjörn

Höfundur

Ritstjórn

Rúm 80% þjóðarinnar telja núverandi fyrirkomulag húsnæðislána ósanngjarnt.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).

Spurt var: Hversu sanngjarnt eða ósanngjarnt telur þú núverandi fyrirkomulag húsnæðislána?

Alls kváðust 47% aðspurða telja núverandi fyrirkomulag húsnæðislána mjög ósanngjarnt og 34% sögðu það frekar ósanngjarnt.

Einungis 8% töldu fyrirkomulagið frekar (6%) eða mjög sanngjarnt (2%).

Þá tóku 11% ekki beina afstöðu.

Könnunin var gerð 13.-21. nóvember 2024.

Úrtak var 1.697 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Tengdar fréttir

  • ASÍ telur lög um skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna ganga of

    Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur fyrirliggjandi frumvarp um breytingu á lögum…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Alþýðusambandið styður almenna skráningarskyldu leigusamninga

    Alþýðusambands Íslands (ASÍ)  fagnar  fyrirhuguðum breytingum á lögum þar sem…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Rang­færslur Við­skiptaráðs

    Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    19. jún 2025