Í tilefni Kvennaárs 2025 hefur Listasafn ASÍ fengið sérstakt leyfi hjá Ragnheiði Jónsdóttur, listakonu til þess að útbúa og selja bæði boli og taupoka með vísun í verk hennar frá 1976, 23 mínútur gengin í þrjú.

Áður hafði safnið selt eftirprentanir af myndinni og plaköt í tengslum við Kvennaverkfall 2023, en verkið er í eigu Listasafns ASÍ. Verkið kjarnar auðvitað sérstaklega vel Kvennaár og Kvennaverkfall, en 50 ár eru nú liðin frá því að íslenskar konur gengu út af vinnustöðum og heimilum og vöktu þannig heimsathygli.
Í ár verður þess einmitt minnst sérstaklega 1. maí að 50 ár eru liðin frá Kvennaári 1975.
Hægt er að nálgast bolina og taupokana í vefverslun Listasafns ASÍ.
Enn er einnig hægt að kaupa eftirprentanir og plaköt, einnig í vefverslun Listasafns ASÍ.
