Fyrsta skóflustunga var tekin í dag að 68 leiguíbúðum Bjargs við Haukahlíð 18 í Reykjavík. Áætlað er að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í júlí 2027 og verða íbúðirnar verða afhentar í þremur áföngum.
Íbúðirnar eru í 85 íbúða fjölbýlishúsi á 3-5 hæðum með þremur stigahúsum og verða íbúðirnar tveggja til sex herbergja. Bílakjallari verður í húsinu ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Gæludýrahald verður leyft í hluta íbúðanna á jarðhæð.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
