Ríkisstjórnin þverbrýtur leikreglur vinnumarkaðarins

Höfundur

Ritstjórn

Yfirlýsing ASÍ, BHM, BSRB, Fíh og KÍ 


Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda áform ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Meðal breytinganna er ákvæði sem ætlað er að
auðvelda stjórnendum að reka starfsfólk ríkisins.


Með þessu áformar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að skerða einhliða réttindi
launafólks. Fordæmalaust er að stjórnvöld taki einhliða ákvörðun um breytingar á
grundvallarréttindum vinnandi fólks án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Nú bætist
þetta við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar af sama toga um skerðingu atvinnuleysistrygginga
sem og skerðingu réttinda örorku- og ellilífeyrisþega í lífeyrissjóðum.


Grunnstoð íslenska vinnumarkaðsmódelsins er náið samráð og samskipti aðila
vinnumarkaðarins og stjórnvalda um öll þau mál er snúa að kjörum launafólks. Þetta
módel er undirstaða sterks vinnumarkaðar á Íslandi og velferðarsamfélagsins og er
lykilatriði að farsæld þeirra verkefna sem unnin eru á vettvangi ríkisins.


Með þessum áformum afhjúpar ríkisstjórnin þekkingar- og skeytingarleysi sitt á mikilvægi
samstarfs við aðila vinnumarkaðarins.


Íslensk verkalýðshreyfing hafnar þessum vinnubrögðum og áformum og mun verjast
skerðingum á réttindum launafólks af hörku.


Finnbjörn A Hermannsson forseti ASÍ
Helga Rósa Másdóttir formaður Fíh
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSR

Tengdar fréttir

  • Hver borgar fyrir heimsendinguna? 

    Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis.…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    22. des 2025

    Wolt merki
  • Jöfnun örorkubyrðar og víxlverkun

    Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, SA og fjármálaráðuneytisins var undirrituð í dag.…

    Ritstjórn

    18. des 2025

  • ASÍ og BSRB telja „vaxtarplan“ ríkisstjórnar án jöfnuðar og sanngirni

    Alþýðusambandið og BSRB taka í meginatriðum undir markmið og framtíðarsýn…

    Ritstjórn

    10. des 2025