Nútíma kvennabarátta – Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands stóð fyrir vel sóttu málþingi um stöðu kvenna af erlendum uppruna í tilefni af Kvennaverkfalli 2025. Málþinginu, sem fór fram undir heitinu Nútíma kvennabarátta, var skipt upp í þrjá meginflokka þar sem áherslan var sérstaklega á málaflokka sem varða erlendar konur á íslenskum vinnumarkaði.

Fyrsti hluti málþingsins var helgaður konum í láglaunastörfum og vanmati á kvennastörfum. Bozena Raczkowska, deildarstjóri á leikskóla var með framsögu um veruleika erlendra kvenna í ummönnunarstöfum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar fjallaði næst um róttæka kjarabaráttu láglaunakvenna áður en þær fjölluðu saman um málaflokkinn í pallborði ásamt Önnu Júlíusdóttur, formanni Einingar-Iðju og Þorbjörgu Sigríðu Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra.

Í umfjöllun um viðurkenningu á hæfni og menntun og aðgengi að íslenskukennslu, voru Agnes Olejarz frá kjaramálasviði Fagfélaganna, Jakob Tryggvason, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Haukur Harðarson, teymisstjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Hulda Anna Arnljótsdóttir frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Í kjölfarið stýrði Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir pallborði um málaflokkinn.

Málþinginu lauk svo með umfjöllun um leiðina fram á við undir liðnum Samfélag – sameiginleg ábyrgð og framtíð. Agnieszka Szczodrowska, fulltrúi Framsýnar, Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur ASÍ í fræðslu og inngildingu fóru yfir stöðu mála og sjónarhorn verkalýðshreyfingarinnar. Umræðunni lauk svo með pallborði þar sem þær ræddu málaflokkinn ásamt Höllu Gunnarsdóttur, formanns VR, Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Christinu Irmu Schröder, deildarstjóra hjá PCC, Bakka.

Tengdar fréttir

  • Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar

    VIljayfirlýsing hefur verið undirrituð, þess efnis að minnismerki um Rauðsokkahreyfinguna…

    Arnaldur Grétarsson

    24. okt 2025

    Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar.
  • Streymi: Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði

    Í tilefni af Kvennaverkfalli 2025 blæs ASÍ til málþings um…

    Ritstjórn

    24. okt 2025

  • Kvennaverkfall um land allt

    Það verður kraftmikil dagskrá um land allt þegar konur leggja…

    Ritstjórn

    23. okt 2025