Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember kl. 14:00. Í skýrslunni er umfjöllun um launaþróun á almennum og opinberum vinnumarkaði fram til júní 2025 og um launastig í maí 2025. Einnig er í skýrslunni að finna umfjöllun um samsetningu launa og launadreifingu í maí 2025, kjarasamninga sem gerðir hafa verið í yfirstandandi kjarasamningslotu, auk umfjöllunar um íslenskan vinnumarkað, þróun efnahagsmála og kaupmáttarþróun.
Í tilefni af því að fimm ár eru frá fyrstu útgáfu Kjaratölfræðinefndar munum við í kjölfar kynningar á skýrslunni fá þrjá velunnara nefndarinnar til að segja nokkur orð um störf nefndarinnar. Þau eru Edda Rós Karlsdóttir, sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og fyrsti formaður KTN, Henný Hinz, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og fyrrum nefndarmaður og starfsmaður KTN og Sverrir Jónsson, skrifstofustjóri Alþingis og fyrrum formaður samninganefndar ríkisins. Hrafnhildur Arnkelsdóttir formaður KTN og Arnaldur Sölvi Kristjánsson sérfræðingur nefndarinnar fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar.
Viðburðinum verður streymt á vef Kjaratölfræðinefndar.





