Miðstjórn ASÍ styður félagsfólk BSRB

Höfundur

Ritstjórn

Reykjavík, 7.6.2023

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi vinnustöðvun félagsfólks aðildarfélaga BSRB gagnvart sveitarfélögum landsins og beinir þeim tilmælum til félagsfólks aðildarsamtaka sinna að ganga hvorki beint né óbeint í störf félagsfólks aðildarfélaga BSRB meðan á vinnustöðvun stendur.

Meginreglan um að jöfn laun skuli greiða fyrir sambærileg störf er mikilvæg á íslenskum vinnumarkaði og þau stéttarfélög og einstaklingar sem telja á sig hallað eru hvattir áfram til að knýja fram leiðréttingu. Jafnframt er höfðað til ábyrgðar atvinnurekenda, og þá sérstaklega opinberra, að axla ábyrgð á sanngjörnum vinnumarkaði og mismuna ekki fólki á grundvelli stéttarfélagsaðildar.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025