Rýmki rétt til gjafsóknar

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) telur að rýmka beri heimildir efnaminni Íslendinga til gjafsóknar vegna líkamstjóna.

Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um frumvarp til laga um skaðabótalög sem þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi.

Í umsögninni kemur fram að ASÍ hafi áður sent frá sér umsagnir um sama mál sem er nú lagt fram í fjórða skipti.

Segir í umsögninni að ASÍ telji, líkt og áður, rétt að heimildir til gjafsóknar fyrir efnaminni Íslendinga verði rýmkaðar verulega hvort sem um skaðabótamál er að ræða eða ekki.

Mikilvægt sé að efnaminna fólki verði tryggður aðgangur að réttarkerfinu til jafns við hina efnameiri.

Á hinn bóginn telur ASÍ ekki ráðlegt að falla með öllu frá skilyrðum 1.mgr. 126.gr. Einkamálalaga þar sem skilyrðislaus gjafsókn geti stuðlað að tilefnislausum málaferlum og þannig hamlað uppgjörum og sáttum innan og utan réttar.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025