Hilmar kjörinn 3. varaforseti

Höfundur

Ritstjórn

Hilmar Harðarson hefur verið kjörinn 3. varaforseti Alþýðusambands Íslands.

Hilmar var kjörinn 3. varaforseti með öllum greiddum atkvæðum á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 26. október. Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags.

Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga. Þá var Hilmar í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hilmar, sem er bifvélavirki að mennt, er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025