Launafólk eigi sæti við borðið við endurskoðun stofnanaumhverfis samkeppnis- og neytendmála!

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir að launafólk eigi ekki fulltrúa í starfshópi sem skipaður hefur verið af menningar- og viðskiptaráðherra og er ætlað að gera tillögur að úrbótum á stofnanaumhverfi samkeppnis- og neytendamála. Engin rök hníga að því að fulltrúi fyrirtækja eigi sæti í slíkum starfshópi en launafólk sé látið sitja hjá.

Alþýðusamband Íslands fagnar að gera eigi betrumbætur á stofnanaumhverfi samkeppnis- og neytendamála á Íslandi með það að markmiði að styrkja samkeppni og tryggja stöðu neytenda. Samkeppni og neytendavernd skiptir sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf og lífskjör fólks í landinu. Það eru því ríkir almannahagsmunir í húfi við að skapa stofnanaumhverfi sem styður við og ýtir undir virka og samkeppni og öfluga neytendavernd.

Launafólk og neytendur eru sitthvor hliðin á sama peningnum og kjarabætur felast ekki einungis í launahækkunum heldur í auknum kaupmætti launa sem virkt samkeppniseftirlit og neytendavernd stuðla að. Það skýtur því skökku við að fyrirtæki séu höfð með í ráðum við mótun tillagna sem varða almannahag en launafólk sé víðs fjarri. Nauðsynlegt og eðlilegt er að fulltrúi launafólks eða neytenda eigi sæti í starfshópi sem þessum til að tryggja að sjónarmið neytenda og launafólks verði höfð að leiðarljósi.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025