Ályktun um viðbrögð við verðbólgu frá framkvæmdastjórn SGS

Höfundur

Ritstjórn

Framkvæmdastjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu sem bitnar hvað harðast á láglaunafólki. Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag. Að mati Starfsgreinasambandsins hafa stjórnvöld misst tökin á húsnæðismarkaðinum sem meðal annars hefur orðið til þess að verðbólga fer áfram vaxandi og mælist nú 7,2%. Húsaleiga og húsnæðiskuldir heimilanna í landinu hafa hækkað gríðarlega sem og matarverð.

 Afar mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við með hagsmuni launafólks í huga. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að afleiðingar af breyttum ytri aðstæðum bitni ekki harðast á láglaunafólki í landinu og kjörum þess.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025