Kvennaráðstefna ASÍ „Fitjum upp á nýtt“ var haldin dagana 7. og 8. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Örugg afkoma og velferð kvenna“. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og styrkja konur til meiri áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Í fyrsta sinn í 106 ára sögu Alþýðusambandsins er kvennaráðstefnan haldin undir forystu kvenforseta. Í karllægri verkalýðshreyfingu skiptir máli að konur séu í forsvari til jafns við karla. Innlegg þátttakendanna, sem flutt voru á ráðstefnunni, sneru að öryggi kvenna á vinnustöðum, vanmati á vinnuframlagi kvenna, bæði launuðu og ólaunuðu, og afkomu kvenna á efri árum.

Kvennaráðstefna ASÍ 2022 – Fitjum upp á nýtt
Tengdar fréttir
Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út
Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…
ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu
Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…
Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…