ASÍ varar við vaxtahækkunum

Höfundur

Ritstjórn

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), hefur sent fulltrúum í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands bréf þar sem varað er við stórfelldum vaxtahækkunum til að bregðast við verðbólgu. Hvetur hún nefndina til að til að huga að öðrum stjórntækjum bankans.

Erindið er sent fulltrúum í peningastefnunefnd í ljósi þess að nefndin kemur saman til vaxtaákvörðunarfundar á morgun, miðvikudag. Í því segir að vaxtahækkun muni hafa í för með sér hreina kjaraskerðingu almennings. Bent er á að aukna verðbólgu megi einkum rekja til aðstæðna á húsnæðismarkaði. Gagnrýnt er að ekki hafi verið brugðist fyrr við með inngripum á húsnæðismarkaði.

Í erindi forseta ASÍ segir enn fremur að ekki sé einsýnt að hækkun vaxta ein og sér nægi til að minnka verðbólgu. Peningastefnunefnd er hvött til varkárni í viðbrögðum sínum. Verðbólga og verðhækkanir þrengi nú að heimilum landsmanna og íþyngjandi aðgerðir geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir framfærslu mjög margra.

Hér má nálgast áskorun forseta ASÍ til peningastefnunefndar í heild sinni.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025