Samstaða gegn bólusetningarskyldu

Höfundur

Ritstjórn

Nánast óþekkt er í ríkjum Evrópu að hreyfingar launafólks styðji áform eða tillögur um að komið verði á bólusetningarskyldu vegna COVID-veirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Verkalýðshreyfingunni í Evrópu (European Trade Union Confederation, ETUC).  

Í fréttabréfinu er að finna fróðleik um stöðu mála í hinum ýmsu ríkjum Evrópu með tilliti til bólusetninga og kemur þar fram að í nær öllum þeirra hvetur verkalýðshreyfingin félagsmenn sína sem landsmenn alla að þiggja bólusetningar í þeim tilvikum sem þeim er það ekki ókleift af heilbrigðisástæðum.  

Í mörgum ríkjum hafa verkalýðssamtök lýst yfir þungum áhyggjum af áformum um að skylda launafólk að þiggja bólusetningu sérstaklega þegar boðað er að neitun geti leitt til uppsagna og annars konar misréttis sem brjóti gegn grundvallar mannréttindum starfsfólks.  

Í þeim ríkjum þar sem bólusetningarskylda hefur verið innleidd hafa verkalýðsfélög mótmælt því að þau hafi verið sniðgengin við ákvörðunarferlið og hvatt til þess að virt verði sjálfsögð viðmið um samráð og viðræður um svo mikilvæg samfélagsmálefni.

Fréttabréf ETUC má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025