Ný stjórn kjörin á sjöunda þingi ASÍ-UNG

Höfundur

Ritstjórn

Þing ASÍ-UNG var haldið í sjöunda skipti föstudaginn 24. september. Sökum aðstæðna var þingið haldið rafrænt og allri málefnavinnu var aflýst. Á þinginu lá því aðeins fyrir að kjósa nýja stjórn.

Í ljósi þess að allir málefnavinnu var aflýst tók stjórn þá ákvörðun að halda Fræðsludaga ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar síðar í vetur, og verður það auglýst þegar nær dregur. Á Fræðsludögum verður lögð áhersla á að kynna ungu fólki starf verkalýðshreyfingarinnar ásamt því að efla tengslanet þess. Stjórn ASÍ-UNG vonast til þess að sem flest félög muni sjá hag sinn í að senda fulltrúa enda mikilvægt að ýta undir þátttöku ungs fólks í starfinu.

Stjórn ASÍ-UNG 2021-2022

Aðalmenn:
Gundega Jaunlinina Hlíf
Alma Pálmadóttir Efling
Hulda Björnsdóttir FVSA
Guðmundur H. Salbergsson VM
Þorvarður Bergmann Kjartansson VR
Inga Fanney Rúnarsdóttir Verkalýðsfélag Grindavíkur
Ástþór Jón Ragnheiður Verkalýðsfélag Suðurlands
Ásdís Helga Jóhannsdóttir AFL – Starfsgreinafélag
Jón Unnar Viktorsson Verkalýðsfélag Grindavíkur

Varamenn:
Sindri Már Smárason AFL – Starfsgreinafélag
Ólöf Helga Adolfsdóttir Efling stéttarfélag
Þór Hinriksson Félag íslenskra rafvirkja

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025