Heimsmeistarar í skerðingum? – ný skýrsla

Höfundur

Ritstjórn

Af hverjum 50.000 kr. sem einhleypir lífeyrisþegar fá aukalega úr lífeyrissjóði renna aðeins um 13.370 kr. til lífeyrisþegans en 36.600 kr. til ríkisins í gegnum skerðingar og skatta séu tekjur lífeyrisþega úr lífeyrissjóði á bilinu 100.000 til 600.000 kr. Um 70-80% af ábatanum rennur þannig til ríkisins en ekki í vasa lífeyrisþega.

Með óvenju harkalegum skerðingum skera Íslendingar sig talsvert frá hinum Norðurlandaþjóðunum og líkist íslenska velferðarkerfið fremur engilsaxneskum velferðarkerfum en þeim norrænu hvað þetta snertir.

Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar og Stefáns Andra Stefánssonar fyrir Eflingu-stéttarfélag undir yfirskriftinni Kjör lífeyrisþega – Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða í mótun tekna. Í skýrslunni er vakin athygli á því að skerðingar í almannatryggingakerfinu á Íslandi séu óhóflegar og fari nærri því að vera heimsmet.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025