Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun

Höfundur

Ritstjórn

Mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greiningar í apríl fjallar um þróun húsnæðismarkaðar.

Ekkert lát er á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og ekki verða greind teikn um að þeirri þróun verði snúið við á næstunni. Þrátt fyrir talsverða hækkun launa hefur verð á húsnæði farið vaxandi umfram tekjuþróun og er nú svo komið að 85 fermetra íbúð kostar um tólfföld árslaun þeirra sem lægstar tekjur hafa borið saman við tíföld árið 2011.

Í yfirlitinu er að finna ítarlega greiningu á þróun þessa markaðar síðustu ár og segir þar að hækkunartaktur húsnæðisverðs síðustu mánuði sé hinn mesti frá 2018. Á ársgrundvelli hefur fjöldi kaupsamninga ekki verið meiri frá 2007.

Í yfirlitinu er einnig að finna greiningu á stöðu láglaunafólks með tilliti til þróunar leigumarkaðar.

Mánaðaryfirlitið má nálgast í heild sinni hér.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025