Leigjendur hjá Bjargi komnir yfir eitt þúsund

Höfundur

Ritstjórn

Leigjendur hjá Bjargi íbúðafélagi, sem ASÍ og BSRB stofnuðu árið 2016, eru nú komnir vel yfir eitt þúsund í alls um 440 íbúðum, samkvæmt upplýsingum frá Bjargi.

Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur það að markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í ASÍ og BSRB, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Félagið hefur þegar afhent íbúðir á nokkrum stöðum í Reykjavík, sem og á Akranesi, í Þorlákshöfn og á Akureyri og mun á þessu ári einnig afhenda íbúðir á Selfossi. Í dag eru um 240 íbúðir í byggingu og 374 til viðbótar á undirbúningsstigi.

Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðarfélag, þar með talið þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að sækja um íbúð, má finna á vef félagsins. Þar er einnig hægt að fylla út umsókn um íbúð.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025