Sara S. Öldudóttir ráðin í starf vinnumarkaðssérfræðings hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Sara S. Öldudóttir hefur verið ráðin í starf vinnumarkaðssérfræðings hjá ASÍ og hefur hún störf í byrjun febrúar.

Sara er menntuð í félagsvísindum. Hún er með BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MSc í stjórnmálum alþjóðahagkerfisins frá London School of Economics and Political Science. Hún stundaði einnig doktorsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði viðhorf almennings til umhverfismála út frá hnattrænni misskiptingu.
Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað á vettvangi verkalýðsmála sem sérfræðingur við rannsóknir og greiningar hjá Eflingu stéttarfélagi. Áður starfaði hún við stundakennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands þar sem hún sinnti formennsku í hagsmunafélagi stundakennara um tveggja ára skeið. Sara hefur einnig starfað við fjölþjóðleg menningarverkefni, m.a. með Listahátíðinni Cycle.

Alþýðusambandið býður Söru velkomna til starfa.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025