Virk – 11% fleiri nýir í þjónustu og útskrifaðir 2020

Höfundur

Ritstjórn

Enn eitt árið í röð var aukning á nýjum í þjónustu hjá VIRK sem og þeim sem luku starfsendurhæfingu.

2.330 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2020, 11,4% fleiri en árið á undan. 1.595, eða 11,7%, fleiri útskrifuðust frá VIRK 2020 en árið 2019. 2.611 einstaklingar voru í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK um áramótin, um það bil jafnmargir og um síðustu áramót.

Um áramótin höfðu alls 19.358 hafið starfsendurhæfingu hjá VIRK frá því að fyrsti einstaklingurinn hóf starfsendurhæfingu á vegum starfsendurhæfingarsjóðsins haustið 2009.

11.710 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og 76% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift, eru með vinnugetu og fara annað hvort beint í launað starf, virka atvinnuleit eða lánshæft nám.

Árangur og ávinningur af starfsemi VIRK – fjárhagslegur og samfélagslegur – er mjög mikill þar sem starfsemin hefur á undanförnum áratug skilað þúsundum einstaklinga í virka þátttöku á vinnumarkaði.

Þennan árangur hafa utanaðkomandi aðilar staðfest, niðurstöður Talnakönnunar sýna t.d. að ávinningurinn af starfsemi VIRK á árinu 2019 nam 20,5 miljörðum og að reiknaður meðalsparnaður samfélagsins á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK nam 14,4 milljónum það ár.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025