ASÍ styrkir björgunarsveitina Ísólf og Rauða krossinn á Seyðisfirði

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands sendir Seyðfirðingum samúðar- og stuðningskveðjur á þessum erfiðu tímum. Við hugsum til fallega bæjarins og ekki síður hins einstaka mannlífs, menningar og sköpunar sem einkennt hefur bæjarfélagið. ASÍ hefur í dag styrkt Björgunarsveitina Ísólf og Rauða krossinn með fjárframlögum og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Stöndum saman og leggjum okkar lóð á vogaskálarnar til að létta þungum byrgðum af félögum og vinum fyrir austan. Hugur okkar og hjarta eru hjá ykkur Seyðfirðingar!

Rauði krossinn Seyðisfirði
Kt: 620780-3329
Rnr: 0176-26-30

Björgunarsveitin Ísólfur Seyðisfirði
Kt: 580484-0349
Rnr: 0176-26-5157

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025