Alþýðusamband Íslands styrkir jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir þessi jól um 800 þúsund krónur. Innanlandshjálpin hefur undanfarin ár verið með því sniði að skjólstæðingarnir fá gjafakort svo þeir geti valið sinn mat sjálfir. Þetta eru fyrirfram greidd debet/kreditkort á kennitölu Hjálparstarfsins sem fólk fær afhent. Það er aðeins hægt að nota þau í matvöruverslunum um land allt. Skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar hafa tekið þessari breytingu afskaplega vel og telja að sér sýnd meiri virðing á þennan hátt. Þessi aðferð til að aðstoða þá sem standa höllum fæti hefur vakið athygli erlendis og m.a. hlotið evrópska viðurkenningu.

ASÍ styrkir Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin
Tengdar fréttir
Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út
Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…
ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu
Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…
Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel
Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…