79,6% bókatitla prentaðir erlendis

Höfundur

Ritstjórn
Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2020. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 133 og fækkar um 12 frá fyrra ári og sem hlutfall af heild minnkar hún milli ára um 1,3%, er 20,4% í ár en árið 2019 var hlutfallið 21,7% á prentun bókatitla innanlands. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 519 eða 79,6% en var 522 eða 78,3% í fyrra. 

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 652 í Bókatíðindunum í ár en var 667 árið 2019.
 
Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. 
 
• Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 140; 54 (39%) prentuð á Íslandi og 86 (61%) prentuð erlendis.
• Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 203; 52 (26%) prentuð á Íslandi og 151 (74%) prentuð erlendis.
• Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 68; 7 (10%) prentuð á Íslandi og 61 (90%) prentuð erlendis.
• Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 241; 20 (8%) prentuð á Íslandi og 221 (92%) prentuð erlendis. 
 
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2019:

Fjöldi titla 2020
Ísland   133 20,4%
Evrópa  441 67,6%
Asía       78 12,0%
Samtals 652 100%

Fjöldi titla 2019  

Ísland   145 21,7%
Evrópa  468 70,2%
Asía       49 7,4%
USA         5 0,7%
Samtals 667 100%

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025