Stéttarfélög sjómanna kæra til lögreglu og krefjast sjóprófa

Höfundur

Ritstjórn

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í gærmorgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum.

Stéttarfélögin telja þessa framgöngu vítaverða og hafa ákveðið að kæra málið til lögreglu og krefjast þess að fram fari sjópróf. Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið ofan í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.

Félag skipstjórnarmanna
Sjómannasamband Íslands
Verkalýðsfélag Vestfirðinga
VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna
Sjómannafélag Íslands

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025