Ásgeir Sverrisson hefur störf hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Ásgeir Sverrisson hóf í dag störf á skrifstofu Alþýðusambandsins en hann mun starfa við vinnumarkaðsgreiningar og greiningar tengdum stefnumótun og stöðumati.

Ásgeir, sem er sextugur að aldri, starfaði sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu 1986-2007 og ritstjóri Blaðsins árið 2006. Frá 2007 hefur hann unnið hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. Áður vann hann m.a. við þýðingar og stundakennslu í Tækniskóla Íslands.

Ásgeir er stúdent frá MR, hann nam heimspeki í HÍ og stundaði spænskunám á Spáni.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025