Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Mesta atvinnuleysi í maí í áratug

Í maí var atvinnuleysi áætlað 9,9% og atvinnulausir þá tæp 21 þúsund samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Svipað hlutfall atvinnuleysis hefur ekki mælst á landinu síðan fyrir um áratug og þá einungis í stökum vormánuðum árin 2009-2011. Starfandi voru áætlaðir tæp 190 þúsund í maí og hlutfall þeirra af mannfjölda 72,9%, starfandi fækkaði um 9 þúsund milli ára.

Síðustu 12 mánuði fram að maí mældist atvinnuleysi að meðaltali 4% og 6,1% í maí 2019. Í nýjustu mælingu vinnumarkaðsrannsóknar eykst atvinnuleysi milli mánaða (3,8%) og miðað við undanfarið ár (5,9%).

Atvinnuþátttaka mældist sérstaklega lág í apríl (75,8%) en hluti þeirra sem dró sig af vinnumarkaði þá hefur nú snúið aftur til strfa. Atvinnuþátttaka í maí var 80,9% sem er nærri því sem verið hefur að jafnaði síðasta árið en þó rúmu prósentustigi minna en það var í maí 2019.

Færri vinnustundir voru unnar að meðaltali í apríl en mælst hefur áður í vinnumarkaðsrannsókninni eða um 34,8 stundir. Fjölgaði þeim aftur milli mánaða og var meðalfjöldi unnina vinnustunda í maí 37,5 en til samanburðar voru þær 40,7 í maí 2019.

Author

Tengdar fréttir