Áskorun miðstjórnar ASÍ til stjórnvalda

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki nýtur bóta skv. lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19.

Þetta eru hópar launafólks í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, t.d. einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur á 36 viku eða lengra gengnar. Þessum hópum er skv. ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda gert að halda sig heima.

Afleiðingar víðtæks samkomubanns eru einnig miklar fyrir foreldra sem þurfa margir að taka sér launalaust leyfi til þess að vera heima með börnunum sínum vegna skerts skólastarfs. Þar eru hópar í félagslega viðkvæmri stöðu s.s. einstæðir foreldrar og fólk af erlendum uppruna.

Fyrrnefndu hópana má fella undir lög um laun í sóttkví og stöðu þeirra síðarnefndu má bæta með því að heimila skert starfshlutfall sem ekki einungis byggir á þörfum atvinnurekanda og fyrirtækja.

Nú þegar stefnir í aukna aðstoð við fyrirtæki landsins ítrekar ASÍ fyrri kröfur sínar um vernd þessara hópa. Atvinnulíf þjóðarinnar samanstendur ekki bara af fyrirtækjum sem mörg hver fá hundruð milljóna í aðstoð og fyrirgreiðslu. Atvinnulífið á allt sitt undir launafólki sem mun þegar öllu eru á botninn hvolft, taka á sig hið raunverulega tjón þeirra hamfara sem nú geisa.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025