Yfirlýsing ASÍ – Aðgerðir stjórnvalda skortir félagslegar áherslur

Höfundur

Ritstjórn

Ríkisstjórnin kynnti viðbrögð sín við afleiðingum COVID 19 faraldursins á fyrirtæki og fjármálakerfi  á fréttamannafundi í morgun en lét við það tilefni hjá líða að minnast á þær alvarlegu afleiðingar sem staðan hefur á atvinnu og afkomuöryggi þúsunda launafólks. Í þeim aðgerðum sem kynntar voru undir yfirskriftinni – Lífæðin varin – er ekki að finna stafkrók um viðbrögð til að mæta þeim stóra hópi fólks sem misst hefur atvinnuna á síðustu mánuðum og ástæða er til að óttast að fari stækkandi á næstunni. Engar aðgerðir voru kynntar til að efla hin félagslegu stuðningskerfi og treysta öryggi launafólks t.d. með myndalegri innspýtingu til Vinnumálastofnunar til að efla þjónustu og úrræði til stuðnings atvinnuleitendum.

Þessi viðbrögð sýna okkur fram á mikilvægi þess að samráð sé haft við fulltrúa launafólks til að tryggja jafnvægi hinna efnahagslegu- og félagslegu vídda. ASÍ krefst þess að raddir vinnandi fólks og almennings séu ávallt við borðið þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir sem varða okkur öll og treystir á að stjórnvöld byggi frekari aðgerðir á slíku samtali.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025