ASÍ styrkir Rauða krossinn fyrir jólin

Höfundur

Ritstjórn

Drífa Snædal, forseti ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins. Það var Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sem veitti styrknum viðtöku.

Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.

Í fyrra óskuðu rúmlega 900 manns víðs vegar um landið eftir jólaaðstoð hjá Rauða krossinum. Á bak við úthlutanir eru gjarnan fjölskyldur og er fjöldinn sem nýtur góðs af aðstoðinni því töluvert meiri. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því 2017 en auk þess þurfa þeir sem sækja um núna meiri hjálp og eru verr staddir en oft áður. Fólki í neyð er ávallt bent á að snúa sér til deilda Rauða krossins á sínu heimasvæði en deildir félagsins um allt land veita aðstoð til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin, oft í samvinnu við mæðrastyrksnefndir og Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025