Athugasemd frá ASÍ vegna flugfélagsins Play

Höfundur

Ritstjórn

Vegna áforma um stofnun nýs íslensks flugfélags, Flugfélagsins Play, sem hyggst fljúga frá Íslandi til áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum, vill ASÍ taka fram.
Gerð verður krafa um að félagið, eins og aðrir atvinnurekendur sem starfa hér á landi, gangi til kjarasamninga um kjör starfsmanna sinna áður en það hefur sig til flugs. ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða.

ASÍ mun ekki láta það yfir íslenskt launafólk ganga að félagsleg undirboð og lögbrot fyrirtækja eins og Primera Air verði endurtekin eða látin átölulaus af stjórnvöldum.

Tengdar fréttir

  • Rótgróinn ójöfnuður hamlar félagslegu réttlæti

    13. 01.26 Þrátt fyrir miklar framfarir í menntun, verulegan árangur…

    Ritstjórn

    13. jan 2026

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025