10% ríkustu fjölskyldurnar eiga 58%

Höfundur

Ritstjórn

Eigið fé eignamesta tíundahluti fjölskyldna hér á landi nam um 2.728 milljörðum króna á árinu 2018 sem jafngildir tæplega 58% af öllu eiginfé heimila í landinu samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um skulda og eignastöðu heimila. Á sama tíma nam eigið fé 1-8 tíundar samtals um 948 milljörðum króna.

Heildareignir heimilanna námu í árslok 2018 6.855 milljörðum króna sem er aukning um 13% frá fyrra ári. Til heildareigna teljast fasteignir, ökutæki, innistæður í bönkum og verðbréf. Hlutdeild fasteigna í heildareignum nemur ríflega 75%. Á sama tíma námu heildarskuldir heimilanna 2.111 milljörðum sem er aukning um 7,6% frá árslokum 2017.

Eigið fé heimilanna, sem er mismunur á heildareignum og skuldum, nam þannig samtals 4.744 milljörðum króna í lok árs 2018 og jókst um 15,6% frá fyrra ári.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025