Drífa Snædal – Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu

Höfundur

Drífa Snædal

Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira.

Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist.

Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð.

Góða helgi,
Drífa

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025