Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Upplýsingar um neytendamál á tímum Covid 19

Covid-19 hefur haft víðtæk áhrif, ekki síst á fjármál og neytendamál. Ýmsar spurningar þessum málum tengdar hafa vaknað upp hjá almenningi en mikið af gagnlegum upplýsingum má finna hjá hinum ýmsu stofnunum og samtökum. Hér má sjá yfirlit yfir helstu aðila sem fjallað hafa um þessi mál og linka inn á þær síður sem upplýsingarnar er að finna.

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman gott yfirlit yfir upplýsingar og úrræði sem snerta neytendur fjármálaþjónustu. Þar má t.d. finna upplýsingar um úrræði vegna fasteignalána og neytendalána og hvert neytendur og fyrirtæki sem lenda í greiðsluerfiðleikum tengdum atvinnumissi, tekjuskerðingu eða veikindum vegna COVID-19 geta snúið sér. Á síðu Fjármálaeftirlitsins má einnig finna yfirlit yfir hvert neytendur eigi að leita til að kynna sér réttindi sín í tengslum við ferðalög sem hafa raskast vegna veirunnar. Þá má nálgast upplýsingar um meðhöndlun kvartana, úrskurðarnefndir neytendamála, snertilausar greiðslur, netglæpi.

Sjá nánar hér á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins

Samkeppniseftirlitið fylgist með því að söluaðlar nýti sér ekki þær aðstæður sem uppi eru á meðan áhrifa COVID-19 faraldursins gætir og hækki ekki verð óeðlilega mikið eða okri á viðskiptavinum. Umfjöllun um þetta má finna á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins hér að neðan en þar má einnig nálgast upplýsingar um hvernig almenningur getur sent inn ábendingar um óeðlilegar verðhækkanir eða okur á vörum eða þjónustu.

Sjá nánar hér á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins

Hagstofan hefur opnað nýja síðu þar sem fréttum og talnaefni tengdu áhrifum kórónaveirunnar á íslenskt samfélag verður safnað saman.

Sjá nánar hér á vefsíðu Hagstofunnar

Á vefsíðu Neytendastofu má finna aðgengilegar upplýsingar um ýmis réttindi neytenda, þ.á.m. upplýsingar um réttindi neytenda þegar flugi er aflýst með stuttum fyrirvara og þegar pakkaferðum er aflýst.

Sjá nánar hér á vefsíðu Neytendastofu

Neytendasamtökin standa vörð um réttindi neytenda og hafa þau fjallað mikið um neytendamál síðan faraldurinn fór af stað og gefið út álit sitt á mörgum neytendamálum. Á vefsíðu samtakanna má lesa umfjöllun um ýmis neytendamál og hafa samband við samtökin.

Sjá nánar hér á vefsíðu Neytendasamtakanna

Verðlagseftirlit ASÍ fylgist grannt með verðlagi eins og fyrr og veitir fyrirtækjum og stofnunum þannig aðhald en nálgast má fréttir verðlagseftirlitsins á Facebook síðu þess og á 

Þar að auki gegnir facebook hópurinn „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“ mikilvægu hlutverki sem aðhald við fyrirtæki en þar geta neytendur sett inn ábendingar í tengslum við verðlag. Hópurinn er mikilvæg viðbót við það eftirlit sem verðlagseftirlit ASÍ sinnir og hvetjum við neytendur til að ganga í hópinn og senda inn ábendingar um óeðlilegar verðhækkanir eða okur sem hann kann að verða vitni að.

Author

Tengdar fréttir