Samtal um eftirlit á vinnumarkaði

Höfundur

Ritstjórn

Vinnustaðaeftirlit ASÍ og stéttarfélaganna bauð á dögunum samstarfsaðilum í samtal um eftirlit á vinnumarkaði. Á fundinum var fjallað um samstarf opinberra stofnanna, verkalýðshreyfingarinnar og annarra í baráttunni gegn launaþjófnaði, misneytingu launafólks og mansali.

Á fundinum fluttu erindi Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, Grímur Grímsson, frá miðlægri rannsóknardeild lögreglu og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar.

Mikilvægi samstarfs

Í kynningu Gríms Grímssonar kom fram að gott samstarf milli stofnana, verkalýðshreyfingarinnar og sveitarfélaga hafi verið einn af lyklunum að vel heppnaðri lögregluaðgerð í Wokon/Pho-málinu 5. mars síðastliðinn.

Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, lagði áherslu á nauðsyn þess að móta verklag kringum mansalsmál. Mansalsmál eru flókin og krefjast oft aðkomu margra aðila, þar á meðal lögreglu, félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglu, Vinnumálastofnunar, Útlendingastofnunar og verkalýðshreyfingarinnar. 

Brotalamir í eftirliti

Í umræðum um hvað mætti betur fara í samstarfinu var kallað eftir skýrari heimildum aðila til að deila upplýsingum sín á milli. Þröngar skorður um upplýsingaskipti gætu hamlað árangri í baráttunni gegn brotastarfsemi.

Brotalamir eru í eftirliti á landsbyggðinni. Fáliðun verður til þess að erfitt er að sinna eftirliti á vinnustöðum og því mikið tækifæri fólgið í samstarfi milli stofnana og stéttarfélaga á landsbyggðinni, þannig nýtist mannaflinn betur og hægt að manna eftirlitsteymi.

Tengdar fréttir

  • Ríkisstjórnin þverbrýtur leikreglur vinnumarkaðarins

    Yfirlýsing ASÍ, BHM, BSRB, Fíh og KÍ  Í dag birtust…

    Ritstjórn

    12. sep 2025

  • Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra 

    Finnbjörn A Hermannsson  og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa: Félags- og…

    Ritstjórn

    9. sep 2025

  • Vinnustaðaeftirlit virkar

    Vinnustaðaeftirlit ASÍ ásamt lögreglu, Skattinum og Vinnueftirliti ríkisins stóðu í…

    Ritstjórn

    5. sep 2025