Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Afgerandi meirihluti samþykkir kjarasamning

Iðnaðarmenn og verslunarfólk hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA). Mikill stuðningur hefur komið fram við samninginn. 

Hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR) lauk rafrænni kosningu á hádegi í dag, miðvikudag. Kosningaþáttttakan reyndist tæp 25% og samþykktu 82% samninginn. Á kjörskrá voru 39.115 félagar í VR.  

Jafnframt var í dag skýrt frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Félag atvinnurekenda. Var hann samþykktur með 85,17% greiddra atkvæða. Á kjörskrá um þennan samning voru 939 félagar í VR. Atkvæði greiddu 290 og var kjörsókn því 30,88%. 

Félagar í Rafiðnaðarsambandinu samþykktu einnig kjarasamning við SA með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða; 73% tæknifólks og 77% sveina lýstu sig honum samþykk og hið sama gerðu 88% félaga í Grafíu. 

VM Félag vélstjóra og tæknimanna samþykkti samninginn með 76,58% greiddra atkvæða. Andvíg voru 18,79% og 4.63% tóku ekki afstöðu.  

Félagar í Verkalýðsfélagi Grindavíkur samþykktu samninginn við SA með 83,67% greiddra atkvæða. Nei sögðu 8,37% og tæp 8% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 839. Atkvæði greiddi 251 eða 29,9% 

100% á Akureyri 

Hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA) greiddu 27,45% félagsmanna atkvæði. Samninginn við SA samþykktu 90,82% þeirra sem kusu. Tæp 8% lýstu sig honum andvíg. Jafnframt greiddu félagsmenn atkvæði um samning við Félag atvinnurekenda og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Alls voru 36 félagsmenn FVSA á kjörskrá um þennan samning og var kjörsókn 44,44%.

Author

Tengdar fréttir