Aflandseignir Íslendinga voru þær mestu á Norðurlöndum 2007

Höfundur

Ritstjórn

Raunverulegar eignir Íslendinga á aflandssvæðum árið 2007 voru 16,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) og var hlutfallið hvergi hærra á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í nýjasta mánaðaryfirliti sviðs stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ).

Í mánaðaryfirlitinu er vísað í nýlega fræðigrein um skattsvik sem sýnir dreifingu raunverulegra aflandseigna hinna ýmsu þjóða árið 2007. Á öðrum Norðurlöndum en Íslandi var hlutfall aflandseigna á bilinu 3-6% af VLF. Nágrannaþjóðirnar komu langt á eftir Íslendingum á þessu sviði en skattsvik eru helsta ástæða þess að eignir eru skráðar á aflandssvæðum.

Í mánaðaryfirlitinu er einnig að finna fróðleik um breytingar á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem fjallað er um verulegt tekjufall þeirra sem misst hafa atvinnu sökum COVID-faraldursins. Þá er fjallað um uppfærða efnahagsspá Seðlabanka Íslands og sagt frá nýrri skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif veirufaraldursins þar sem fram kemur að virtir fræðimenn og alþjóðastofnanir vari nú við niðurskurði opinberra útgjalda til að rétta af halla á ríkissjóði.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025