Alþjóðadagur fólks með fötlun

Höfundur

Ritstjórn

Fólk með fötlun mun áfram verða undir á vinnumarkaði og verða óhóflega fyrir áhrifum af fátækt nema settar verði skuldbindandi reglur sem tryggja réttindi þeirra og stöðu, segir í yfirlýsingu Evrópusambands launafólks (ETUC), í tilefni þess að 3. desember ár hvert er alþjóðadagur fólks með fötlun.

Gögn frá ESB sýna að almennt er um 51% fólks með fötlun í starfi, samanborið við 75% af heildaríbúum innan ESB. Sömuleiðis býr um 29% fólks með fötlun við fátæktarhættu samanborið við 18% af heildaríbúum.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt stefnu um réttindi fólks með fötlun, sem inniheldur aðgerðaáætlun til að bæta stöðu hópsins á vinnumarkaði. Hún felur meðal annars í sér frumkvæði um hæfileg aðlögunarúrræði á vinnustöðum og breytingar á ráðningaraðferðum.

Aðgerðirnar í áætluninni eru þó aðeins leiðbeinandi og reiða sig því einnig á velvilja atvinnurekenda. ETUC hvetur því ESB til að leggja fram bindandi aðgerðir til að bæta starfs- og lífsskilyrði fólks með fötlun sem feli m.a. í sér:

  • Að tryggja hæfileg aðlögunarúrræði á vinnustað
  • Að halda fólki með fötlun í starfi og koma í veg fyrir fötlun sem tengist langvinnum sjúkdómum
  • Að veita valkosti í atvinnuúrræðum fyrir fólk með fötlun
  • Að tryggja samræmi launa og bóta vegna fötlunar
  • Að styðja við hreyfanleika með því að tryggja áframhaldandi rétt fólks með fötlun til bóta þegar það flytur til annars ESB-lands til að vinna

Tengdar fréttir

  • Hver borgar fyrir heimsendinguna? 

    Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis.…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    22. des 2025

    Wolt merki
  • Af hverju skiptir lífeyriskerfið máli fyrir ungt fólk?

    Eftir umfjöllun Kveiks um ásækni í séreignarlífeyri ungmenna er eðlilegt…

    Svanfríður Bergvinsdóttir

    19. des 2025

  • Jöfnun örorkubyrðar og víxlverkun

    Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, SA og fjármálaráðuneytisins var undirrituð í dag.…

    Ritstjórn

    18. des 2025