Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

Höfundur

Ritstjórn

Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri verkalýðssögu – Lúðrasveit verkalýðsins, sem var stofnuð árið 1953, hefur lengi verið nátengd baráttu alþýðunnar og hefur gegnt lykilhlutverki við að flytja tónlist á fjöldasamkomum, baráttudögum og hátíðum launafólks.

„Við erum stolt af því að styrkja menningarstarf sem hefur verið hluti af hjarta verkalýðshreyfingarinnar í meira en sjö áratugi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. „Tónlistin hefur ávallt verið öflugt tæki til að sameina fólk og miðla kjarnagildum hreyfingarinnar.“

Sem hluti af samstarfinu mun Lúðrasveitin koma fram á viðburðum á vegum ASÍ og tengdra félaga, þar á meðal á 1. maí hátíðum, afmælisviðburðum og öðrum samkomum þar sem sameining, réttlæti og samstaða eru í brennidepli.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025