Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

Höfundur

Ritstjórn

Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri verkalýðssögu – Lúðrasveit verkalýðsins, sem var stofnuð árið 1953, hefur lengi verið nátengd baráttu alþýðunnar og hefur gegnt lykilhlutverki við að flytja tónlist á fjöldasamkomum, baráttudögum og hátíðum launafólks.

„Við erum stolt af því að styrkja menningarstarf sem hefur verið hluti af hjarta verkalýðshreyfingarinnar í meira en sjö áratugi,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. „Tónlistin hefur ávallt verið öflugt tæki til að sameina fólk og miðla kjarnagildum hreyfingarinnar.“

Sem hluti af samstarfinu mun Lúðrasveitin koma fram á viðburðum á vegum ASÍ og tengdra félaga, þar á meðal á 1. maí hátíðum, afmælisviðburðum og öðrum samkomum þar sem sameining, réttlæti og samstaða eru í brennidepli.

Tengdar fréttir

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson