Alþýðusambandið styður almenna skráningarskyldu leigusamninga

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusambands Íslands (ASÍ)  fagnar  fyrirhuguðum breytingum á lögum þar sem kveðið verður á um almenna skráningaskyldu leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Alþýðusambandsins um frumvarp til laga um breytingar á húsaleigulögum.

Í umsögninni er vísað til fyrri umsagna ASÍ um málið sem nú er lagt fram í þriðja sinn. Rifjað er upp að skráningaskylda hafi verið innleidd í lög árið 2023 en einungis gagnvart aðilum sem voru með þrjár íbúðir eða fleiri í útleigu. Upphaflega hafi þó verið stefnt að almennri skráningaskyldu. Af þeim sökum séu takmarkaðar upplýsingar til staðar um stóran hlut leigumarkaðarins, þ.e. leigusamninga hjá leigusölum sem hafa færri en þrjár eignir í útleigu.

Síðan segir:

„Alþýðusambandið styður almenna skráningaskyldu leigusamninga í húsnæðisgrunn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og telur breytingarnar til nauðsynlegar til að gefa heildstæða mynd af íslenskum leigumarkaði.“

Þörf á enn frekari breytingum

Alþýðusambandið fagnar því einnig að gerðar séu breytingar á lögunum þannig að óheimilt sé að verðtryggja tímabundna leigusamninga á fyrstu 12 mánuðum samningstíma. Þetta samræmist þeim markmiðum að auka fyrirsjáanleika um leigufjárhæð, auka húsnæðisöryggi og hvetji til þess að gerðir séu ótímabundnir leigusamningar. Í reynd telji ASÍ rétt að gera frekari breytingar á lögunum, m.a. að takmarka hversu oft er heimilt að endurnýja tímabundna samninga þannig að þeir verði sjálfkrafa ótímabundið leigusamband.

Styrkja þarf kærunefnd híusamála

Þá telur ASÍ að væri eðlilegt að draga úr vægi sjálfvirkra hækkana, t.d. með því að verðlagsuppfærsla geti að hámarki farið fram á 12 mánaða fresti. Í því samhengi þyrfti að skoða undanþágu fyrir óhagnaðardrifin leigufélög varðandi verðlagsuppfærslur.

ASÍ telur við hæfi að árétta að meginvandi á húsnæðismarkaði skýrist af skýrist af misræmi framboðs og eftirspurnar sem byggst hafi upp yfir langan tíma. Alþýðusambandið áréttar einnig að markmið þeirra breytinga sem gerðar voru á árinu 2023 og þau markmið sem sett séu fram í þessu frumvarpi muni ekki ná fram að ganga nema kærunefnd húsamála verði styrkt verulega og ásættanlegur málshraði tryggður. Við því hafi ekki verið brugðist.

Umsögn ASÍ í heild má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • Rang­færslur Við­skiptaráðs

    Viðskiptaráð hélt áfram sókn sinni gegn húsnæðisöryggi og viðráðanlegum húsnæðiskostnaði…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    19. jún 2025

  • Vind­högg Við­skipta­ráðs

    Nærri áratugi eftir að lög um almennar íbúðir tóku gildi…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    13. jún 2025

  • Sögulegur úrskurður fyrir öryggi leigjenda

    Alþýðusamband Íslands fagnar nýlegum úrskurði sem felur í sér mikilvægt…

    Ritstjórn

    11. jún 2025