Alþýðusambandið styrkir Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands styrkir jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir þessi jól um 800 þúsund krónur. Innanlandshjálpin hefur undanfarin ár verið með því sniði að skjólstæðingarnir fá gjafakort svo þeir geti valið sinn mat sjálfir. Þetta eru fyrirfram greidd debet/kreditkort á kennitölu Hjálparstarfsins sem fólk fær afhent. Kortin er hægt að nota í matvöruverslunum um land allt.

Skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar hafa tekið þessari breytingu afskaplega vel og telja að sér sýnd meiri virðing á þennan hátt. Þessi aðferð til að aðstoða þá sem standa höllum fæti hefur vakið athygli erlendis og m.a. hlotið evrópska viðurkenningu.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðaði ríflega fjögur þúsund manns vítt og breitt um landið í fyrra, mest fjölskyldur, og er búist við að fjöldinn verði svipaður í ár.

Á meðfylgjandi mynd eru Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og Drífa Snædal forseti ASÍ.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025