Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um tilfærslu á beinum húsnæðisstuðningi stjórnvalda

Stjórn ASÍ-UNG harmar aðgerðir stjórnvalda sem hafa fært beinan húsnæðisstuðning til hinna tekjuhæstu í samfélaginu.

ASÍ-UNG eru samtök ungs launafólks innan ASÍ og er deginum ljósara að aðgerðir eins og skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána nýtist heldur eldra og tekjuhærra fólki meðan dregið hefur verið úr stuðningi í gegnum vaxtabótakerfið sem nýtist ungu fólki heldur.

ASÍ-UNG stendur vörð um hagsmuni ungs launafólks og krefst þess að stjórnvöld komi fram með aðgerðir sem styðja við ungt og tekjulágt fólk.

Author

Tengdar fréttir