Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um tilfærslu á beinum húsnæðisstuðningi stjórnvalda

Höfundur

Ritstjórn

Stjórn ASÍ-UNG harmar aðgerðir stjórnvalda sem hafa fært beinan húsnæðisstuðning til hinna tekjuhæstu í samfélaginu.

ASÍ-UNG eru samtök ungs launafólks innan ASÍ og er deginum ljósara að aðgerðir eins og skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána nýtist heldur eldra og tekjuhærra fólki meðan dregið hefur verið úr stuðningi í gegnum vaxtabótakerfið sem nýtist ungu fólki heldur.

ASÍ-UNG stendur vörð um hagsmuni ungs launafólks og krefst þess að stjórnvöld komi fram með aðgerðir sem styðja við ungt og tekjulágt fólk.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025