Ályktun um viðbrögð við verðbólgu frá framkvæmdastjórn SGS

Höfundur

Ritstjórn

Framkvæmdastjórn lýsir yfir þungum áhyggjum af vaxandi verðbólgu sem bitnar hvað harðast á láglaunafólki. Útlit er fyrir að húsnæðisverð og hækkun hrávöruverðs muni hafa áframhaldandi áhrif á hækkandi verðlag. Að mati Starfsgreinasambandsins hafa stjórnvöld misst tökin á húsnæðismarkaðinum sem meðal annars hefur orðið til þess að verðbólga fer áfram vaxandi og mælist nú 7,2%. Húsaleiga og húsnæðiskuldir heimilanna í landinu hafa hækkað gríðarlega sem og matarverð.

 Afar mikilvægt er að stjórnvöld bregðist við með hagsmuni launafólks í huga. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að afleiðingar af breyttum ytri aðstæðum bitni ekki harðast á láglaunafólki í landinu og kjörum þess.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025