Arnaldur Grétarsson nýr starfsmaður ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands hefur ráðið Arnald Grétarsson í starf samfélagsmiðla sérfræðings á skrifstofu sambandsins.

Arnaldur starfaði áður við stafræna vöruþróun og markaðssetningu hjá QuizUp og sem sérfræðingur í markaðsdeild Advania. Þá hefur hann komið að framleiðslu á ýmsum ráðstefnum, viðburðum og sviðsuppfærslum og kynningarmálum þeim tengdum.

Arnaldur er mannfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur einnig numið menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hann er kvæntur Auði Ástráðsdóttur, byggingafræðingi og eiga þau saman þrjár dætur.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025