Ásgeir Sverrisson hefur störf hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Ásgeir Sverrisson hóf í dag störf á skrifstofu Alþýðusambandsins en hann mun starfa við vinnumarkaðsgreiningar og greiningar tengdum stefnumótun og stöðumati.

Ásgeir, sem er sextugur að aldri, starfaði sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu 1986-2007 og ritstjóri Blaðsins árið 2006. Frá 2007 hefur hann unnið hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. Áður vann hann m.a. við þýðingar og stundakennslu í Tækniskóla Íslands.

Ásgeir er stúdent frá MR, hann nam heimspeki í HÍ og stundaði spænskunám á Spáni.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025